....það var og...

"Einhvern tímann verður allt fyrst" var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég stofnaði þessa blogg-síðu. Og í framhaldi af því datt ég í að velta mér upp úr svona frösum og hversu oft fólk notar þá til að réttlæta gjörðir sínar og stjórna þeim. Ekki get ég fyrir nokkuð séð annan tilgang með " oft er flagð undir fögru skinni" nema til að tortryggja fagurt fólk á meðan "ekki er allt sem sýnist" er kannski hugsað til að ofögrum sé gefin meiri séns. Ég meira að segja komst að því, eftir að hafa hugsað til baka um 10 ár eða svo, að sum svona spakmæli passa bara oft ekki saman. T.d. "þögn er ekki sama og samþykki" "ef sá vægir sem vitið hefur meira". Það er til fólk sem trúir því að "góðir hlutir gerist hægt" og bíður í ofvæni eftir að eitthvað gerist. Er þá ekki betra "að láta slag standa" og "henda sér í djúpu laugina" og gera eitthvað í málunum? Mörgum íþróttamanninum finnst kannski ekki "að fall sé farar heill" frekar en "að hengja bakara fyrir smið" sé til þess fallið að fjölga í bakarastéttinni. Mér hefur til dæmis alltaf þótt frekar ósæmilegt þegar að kvæntur maður er spurður að því hvort hann sé enn "að hjakka í sama farinu", eða hvað er málið með "að haltur leiði blindan". Ef ég væri blindur þá vildi frekar hafa haltan mér við hlið en engan. Einhvern tíman var gert mikið grín að því að kjörorð þeirra manna sem "spila með hinu liðinu" væri "látum hart mæta hörðu" og þá má svo sem segja að þeir sem eru í "rétta liðinu" "leggi höfuðið í bleyti" Ég held að þetta sé komið í dag og áður en allt "fer úr böndunum" ætla ég "að byrgja þennan brunn áður en það er of seint";)

Kv.
Lone Wolf


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband