Er þetta ekki bara prump?

Vetnisbílar, rafmagnsbílar, tvinn-bílar og allt hvað þetta nú heitir. Oft fylgir ekki fréttunum hversu mikið þessir bílar kosta. Sennilega eru þeir svo dýrir að hver maður sér að sparnaðurinn er nú ekki mikill. Ef ekki, þá kostar það allavega slatta að aka úr Hafnarfirðinum til að "taka vetni" eða hvað það nú kallast. Spilliefnin í rafmagns og tvinnbílunum eru aðallega fólgin í rafgeymunum. Eitthvað segir mér að það þurfi að skifta þeim út á einhverra ára fresti og það er ekki ókeypis, bæði förgun á gömlum og verð á nýjum geymum. Hvað með árekstra? Allir vita að hætta er á íkveikju jafnvel sprengingu við öflugann árekstur á bensínbíl. Hvernig er þetta með vetnið? Sem sjúkraflutningamanni kvíður mér fyrir fyrsta háorkuáreksri vetnisbíls Kannski er ég gamaldags en svona af forvitni langar mig að vita hvort ekki sé hægt að þróa gamla og góða brunahreyfilinn meira? Auðvitað er það hægt. Annars sé ég í anda munin á því að verða bensín eða vetnislaus úti í kannti. Annarsvegar húkkar maður far á næstu bensínstöð og sækir nokkra lítra í brúsa. Hinsvegar þarf að draga bílinn á einu vetnisstöðina eða húkka far í Bónus eftir bökuðum baunum og rúgbrauði til að redda þessu sjálfur. Jahérna ;) Er kannski búnaður í sætunum til viðtöku á svoleiðis sendingum??
mbl.is Iðnaðarráðherra vígði vetnisstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

þú meinar að það megi bara freta sig áfram hehehe, Egils malt, síld á rúgbrauðið og mikið af lakrís, kæmi þér austur og til barka ef ég þekki þrautseigju þína eitthvað hehehe.

Magnús Jónsson, 29.11.2007 kl. 00:00

2 identicon

"Sumir" ættu að kynna sér innihald "prumps". 

Nú eða muninn að vetnishreyfli og metan.

Gummi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 00:10

3 Smámynd: Ingólfur Birgir Bragason

"Sumir" vita muninn á Vetni, Metani, Etani, Propani, Butani osf. "Sumir" eru heldur ekki að velta sér upp úr muninum á vetnis- eða metanhreyfli. Þetta var svona írónísk fullyrðing sem á að glotta yfir. Ég held að "aðrir" mættu slaka á alvörunni og sjá húmorinn í þessu ens og t.d. Magnús.

Ingólfur Birgir Bragason, 29.11.2007 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband