Ég hef tekið eftir að fresta hefur nokkrum ferðum síðustu daga vegna veðurs og ef ég man rétt ferðar í slipp. Krafa Vestmannaeyinga um bættar samgöngur á svo sannarlega rétt á sér en spurningin er hvernig er hægt að bæta þær. Ég man þá tíð þegar ég vann í Eyjum og tók Herjólf gamla fram og til baka. Ekki mátti vera mikil alda til þess að farþegar sem ekki voru vanir sjó skiftu litum og sjóveiki gerði vart við sig. Þvílíkan korktappa hef ég aldrei sest í fyrr né síðar. Því miður hef ég ekki farið í nýja Herjólf en ég vona að hann sé betri sjóskip en sá gamli. Snúum okkur aftur að samgöngum. Lengi hefur þjóðþekktur maður verið að pota þeirri hugmynd fram að gera göng á milli lands og Eyja. Verðið á slíku mannvirki er stjarnfræðilegt og með það í huga að enn er einhver eld- og skjálftavikni þarna tæki ég ekki sénsinn á að aka þar í gegn. Bakkafjara ef ég man rétt er líka á teikniborðinu og hallast einhverjir frekar að því. Hér er hugmynd. Af hverju ekki að nota auranna sem ættu að fara í göng eða Bakkafjöru og láta smíða 2 kafbáta sem yrðu sér hannaðir til fólks, farm og bílaflutninga? Kafbátar í dag fara frekar hratt yfir, eru lítið háðir veðrum og vindum nema þegar farið er úr og komið í höfn, ganga yfirleitt fyrir rafmagni ( rafhlöður/kjarnorka, væri vistvænna að stinga í samband á milli ferða til að hlaða) og hægt væri að vera með stóra glugga til að skoða lífið í sjónum. Þessir bátar væru ekki að fara á mikið dýpi svo eitthvað ætti að sjást. Hér er slóði sem sýnir að svipaðar pælingar eru á borðinu þó ekki beint sé um flutninga á fólki eða bílum að ræða. http://www.ckb-rubin.ru/eng/project/otherp/uwaters/index.htm Þessi Kafbátur gengur allt að 16 mílur og tekur 15.000 tonn. Ekki veit ég hvað Herjólfur tekur en þetta hljómar slatti. Að vísu verð ég að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvernig eða hvort öldur hafa áhrif á kafbáta. Hvort þarf að fara niður fyrir einhverja ákveðna dýpt eða hvað til að losna við ruggið. Hugmyndin er samt góð.
Fyrri ferð Herjólfs frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.