Aaarrrgggg. Fjórði dagurinn í röð þar sem ég vakna eins og venjulega um kl 05:40 en fer að sofa um kl 02:00. Er ekki frá því að ef þessu heldur áfram verð ég að fá lánaðan brjóstahaldara undir baugana. Krakkarnir eru orðin snar...., jólin greinilega að koma og auglýsingarnar eru að gera þau geggjuð. Má ég fá hitt og má ég fá þetta, er söngur sem sunginn er oft á dag hjá mér. Annars eru þau mjög dugleg og góð og ég veit að þetta er tímabundið ástand sem varir fram til jóla. En tekur toll og stundum þarf að taka vel á þolinmæðinni til að snappa ekki. Þau eiga það ekki skilið. Nú liður að vetrarsólstöðum og í réttu hlutfalli við minnkandi birtu lengist vinnudagurinn hjá mér. Furðulegt. Jæja.. pásan búin. Best að klára það sem ég þarf að gera áður en yngra krílið mitt læðist upp í til að kúra hjá mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.