Nú styttist í jólin. Krílin mín eru fyrir sunnan og ég nota tímann til að nostra aðeins við húsið. Annars hlakkar mig ekki mikið til þessra jóla...... Þau verða erfið. Annars er ég orðinn vanur slíkum jólum - man eftir þeim mörgum frá yngri árum. Ég fór í dag og náði í jólatré í Hjallaskóg, mjög gaman en það hefði verið betra ef krílin hefðu verið með. Undarlegt hvernig örlögin elta sumar fjölskyldur... í dag fékk ég fréttir um að nokkrir fullorðnir og börn í minni fjölskyldu væru að berjast við sjúkdóma sem oftar en ekki enda á einn veg. Það er ekki líkt mér að vera neikvæður eða svona bölsýnn í skrifum eða tali, en þessu þurfti ég að koma frá mér.
Takk fyrir að "hlusta"
Takk fyrir að "hlusta"
Athugasemdir
Það er ekki auðvelt að fá slæmar fréttir og hvað þá á þessum tíma...
Ég skil þig vel með púkana þína, minn eldri er einmitt alltaf önnur hver jól hjá pabba sínum og hingað til hefur verið mjög erfitt að koma sér í jólagírinn þegar hann er ekki með. Kannski verður það auðveldara núna eftir að sá litli bættist við!
Sendi þér góða strauma og nokkra gleðiengla
Guðný Drífa Snæland, 16.12.2007 kl. 23:48
það er engin rós án þyrna, ef aldrei væri vont veður þá kynnum við ekki að meta góða veðrið, eða eins og segir í textanum góða " kemur ekki vor að liðnum vetri, spretta ey nýjar rósir sumar hvert, voru hinar fyrri fegri betri, feld ey tár en glöð og hugrök vert" heitir lagið ekki "Dagný" eða eitthvað svoleiðis, kveðja til þín með von um gleðileg jól þrátt fyrir allt, þú færð krílin aftur og þá verður nú fjör ekki satt.
Magnús
Magnús Jónsson, 21.12.2007 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.