Færsluflokkur: Bloggar

Jóla hvað?

Nú styttist í jólin. Krílin mín eru fyrir sunnan og ég nota tímann til að nostra aðeins við húsið. Annars hlakkar mig ekki mikið til þessra jóla...... Þau verða erfið. Annars er ég orðinn vanur slíkum jólum - man eftir þeim mörgum frá yngri árum. Ég fór í dag og náði í jólatré í Hjallaskóg, mjög gaman en það hefði verið betra ef krílin hefðu verið með. Undarlegt hvernig örlögin elta sumar fjölskyldur... í dag fékk ég fréttir um að nokkrir fullorðnir og börn í minni fjölskyldu væru að berjast við sjúkdóma sem oftar en ekki enda á einn veg. Það er ekki líkt mér að vera neikvæður eða svona bölsýnn í skrifum eða tali, en þessu þurfti ég að koma frá mér.
Takk fyrir að "hlusta"

Margur er misvitur maðurinn á alþingi.

Ef satt er að Árni á ekkert í og starfar ekki í fyrirtækjunum sem hann nefnir í yfirlýsingu sinni þá væri nú gaman að vita hvaðan háttvirtir þingmenn hafa fengið sínar upplýsingar. Best væri fyrir þá að hafa sönnun á ummælum sínum á prenti áður en farið er með fullyrðingar í pontu. Oft er svona haldið fram í hita leiks og er það ekki málefnalegt. Einhver sagði að á alþingi væri margur misvitur maðurinn. Já, stundum er betra að þegja og vera talinn misvitur heldur en að opna á sér munninn og taka af því allan vafa.


mbl.is Árni krefst leiðréttingar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagarnir lengjast þegar birtan minnkar.

Aaarrrgggg. Fjórði dagurinn í röð þar sem ég vakna eins og venjulega um kl 05:40 en fer að sofa um kl 02:00. Er ekki frá því að ef þessu heldur áfram verð ég að fá lánaðan brjóstahaldara undir baugana. Krakkarnir eru orðin snar...., jólin greinilega að koma og auglýsingarnar eru að gera þau geggjuð. Má ég fá hitt og má ég fá þetta, er söngur sem sunginn er oft á dag hjá mér. Annars eru þau mjög dugleg og góð og ég veit að þetta er tímabundið ástand sem varir fram til jóla. En tekur toll og stundum þarf að taka vel á þolinmæðinni til að snappa ekki. Þau eiga það ekki skilið. Nú liður að vetrarsólstöðum og í réttu hlutfalli við minnkandi birtu lengist vinnudagurinn hjá mér. Furðulegt. Jæja.. pásan búin. Best að klára það sem ég þarf að gera áður en yngra krílið mitt læðist upp í til að kúra hjá mér.

Nohh..er nú setið fyrir ökumönnum við vegi á austurlandi

Eftir að hafa lesið aðra frétt um hálku og sett athugasemd hjá Magga vini mínum http://maggij.blog.is/blog/maggij/  finn ég mig knúinn til að tjá mig um þetta. Vegagerðin varar við hálku við vegi en ekki á vegum? Svoldið óheppilegt orðaval en bíður upp á þetta..hehe.  "Ég var bara að aka í rólegheitum eftir Fagradal þegar 2 hreindýr og ein hálka stukku upp á veginn fyrir framan mig. Til þess að aka ekki á hálkuna, sem var frekar stór, og hreindýrin sá ég þann kost bestann að aka útaf. Því miður náði staurinn með vegvísunum ekki að forða sér og því fór sem fór. Ég mæli með að Vegagerðin setji upp hálku- og hreindýraheldar girðingar á öllum aðalsamgönguleiðum hér fyrir austan." Það var og.....
mbl.is Hálka og hreindýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gott að vera úr Eyjum þessa daganna.

Ég hef tekið eftir að fresta hefur nokkrum ferðum síðustu daga vegna veðurs og ef ég man rétt ferðar í slipp. Krafa Vestmannaeyinga um bættar samgöngur á svo sannarlega rétt á sér en spurningin er hvernig er hægt að bæta þær. Ég man þá tíð þegar ég vann í Eyjum og tók Herjólf gamla fram og til baka. Ekki mátti vera mikil alda til þess að farþegar sem ekki voru vanir sjó skiftu litum og sjóveiki gerði vart við sig. Þvílíkan korktappa hef ég aldrei sest í fyrr né síðar. Því miður hef ég ekki farið í nýja Herjólf en ég vona að hann sé betri sjóskip en sá gamli. Snúum okkur aftur að samgöngum. Lengi hefur þjóðþekktur maður verið að pota þeirri hugmynd fram að gera göng á milli lands og Eyja. Verðið á slíku mannvirki er stjarnfræðilegt og með það í huga að enn er einhver eld- og skjálftavikni þarna tæki ég ekki sénsinn á að aka þar í gegn. Bakkafjara ef ég man rétt er líka á teikniborðinu og hallast einhverjir frekar að því. Hér er hugmynd. Af hverju ekki að nota auranna sem ættu að fara í göng eða Bakkafjöru og láta smíða 2 kafbáta sem yrðu sér hannaðir til fólks, farm og bílaflutninga? Kafbátar í dag fara frekar hratt yfir, eru lítið háðir veðrum og vindum nema þegar farið er úr og komið í höfn, ganga yfirleitt fyrir rafmagni ( rafhlöður/kjarnorka, væri vistvænna að stinga í samband á milli ferða til að hlaða) og hægt væri að vera með stóra glugga til að skoða lífið í sjónum. Þessir bátar væru ekki að fara á mikið dýpi svo eitthvað ætti að sjást. Hér er slóði sem sýnir að svipaðar pælingar eru á borðinu þó ekki beint sé um flutninga á fólki eða bílum að ræða. http://www.ckb-rubin.ru/eng/project/otherp/uwaters/index.htm  Þessi Kafbátur gengur allt að 16 mílur og tekur 15.000 tonn. Ekki veit ég hvað Herjólfur tekur en þetta hljómar slatti. Að vísu verð ég að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvernig eða hvort öldur hafa áhrif á kafbáta. Hvort þarf að fara niður fyrir einhverja ákveðna dýpt eða hvað til að losna við ruggið. Hugmyndin er samt góð.


mbl.is Fyrri ferð Herjólfs frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er augljóst, er það ekki?

He he. Það mátti svo sem búast við því að bloggheimar færu að japla á þessu. Fólk þreytist aldrei á að karpa og tjá sig um maskuliníska og feminíska tilburði. Ég sé nú ekki betur en þarna sé um auglýsingu á sjónvarpsgræjum að ræða og þar sem karlar eru í flestum tilvika tækjaóðari en konur (á þessu sviði allavega) liggur beint við að lokka þá þarna inn með fótbolta og góðum stól.
mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki bara prump?

Vetnisbílar, rafmagnsbílar, tvinn-bílar og allt hvað þetta nú heitir. Oft fylgir ekki fréttunum hversu mikið þessir bílar kosta. Sennilega eru þeir svo dýrir að hver maður sér að sparnaðurinn er nú ekki mikill. Ef ekki, þá kostar það allavega slatta að aka úr Hafnarfirðinum til að "taka vetni" eða hvað það nú kallast. Spilliefnin í rafmagns og tvinnbílunum eru aðallega fólgin í rafgeymunum. Eitthvað segir mér að það þurfi að skifta þeim út á einhverra ára fresti og það er ekki ókeypis, bæði förgun á gömlum og verð á nýjum geymum. Hvað með árekstra? Allir vita að hætta er á íkveikju jafnvel sprengingu við öflugann árekstur á bensínbíl. Hvernig er þetta með vetnið? Sem sjúkraflutningamanni kvíður mér fyrir fyrsta háorkuáreksri vetnisbíls Kannski er ég gamaldags en svona af forvitni langar mig að vita hvort ekki sé hægt að þróa gamla og góða brunahreyfilinn meira? Auðvitað er það hægt. Annars sé ég í anda munin á því að verða bensín eða vetnislaus úti í kannti. Annarsvegar húkkar maður far á næstu bensínstöð og sækir nokkra lítra í brúsa. Hinsvegar þarf að draga bílinn á einu vetnisstöðina eða húkka far í Bónus eftir bökuðum baunum og rúgbrauði til að redda þessu sjálfur. Jahérna ;) Er kannski búnaður í sætunum til viðtöku á svoleiðis sendingum??
mbl.is Iðnaðarráðherra vígði vetnisstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað klikkaði hér??

Gaman væri að vita hvað fór úrskeiðis við þetta útkall. Einhvern veginn trúi ég ekki að starfsfólk 112 hafi ekki áttað sig á eðli málsins og hversu lítinn tíma sá hefur sem lendir í vatni sem er jökulkalt. Í raun má segja að sá sem í bílnum sat, þar til honum var bjargað, hafi sýnt ótrúlega hreysti og lífsvilja. Ég vona innilega að viðkomandi komi heill heilsu úr þessum hremmingum.  
mbl.is Klukkustund að útkalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmæli í dag...eða þannig

Stundum er málum þannig háttað að ekki er hægt að halda upp á afmælin á réttum tíma. Sonur minn á afmæli 31. júlí en vegna þess að hann var hjá móður sinni í sumar og ég búinn að sitja námskeið síðustu 4 vikur hefur ekki verið tími til að gera þetta fyrr en í dag. Í gærkvöldi var svo hafist handa við bakstur. Dóttirin, sem er 3 árum yngri, tók virkan þátt í bakstrinum ásamt stráknum. Þar sem Betty Crocker klikkar ekki og ég er ekki mikill bakari var sett í djöflatertu. Eftir að hafa talið fingur barnanna og fullvissað mig um að enginn þeirra hafi endað í þeytaranum voru formin sett í ofninn. Það skal viðurkennast mikil rýrnun hafði orðið á deiginu eftir börnin og því deigið í formunum minna en gert var ráð fyrir. Baksturinn átti svo að taka 22 til 25 min. Þessar mínútur átti að nota til að koma krílunum í náttföt, bursta tennur o.s.f. Eins og oft vill verða þegar mikill spenningur er kominn í krakka þá var þetta bara ekki að ganga upp og 50 min síðar mundi ég skyndilega eftir Betty greyinu í ofninum. Betty var ekki brunnin sem betur fer en hafði skroppið saman og rýrnað svo lítið, satt að segja var þetta einskonar múmíu Betty, þurr og stökk. Sem betur fer var kúturinn minn sofnaður og ég, sem af biturri reynslu, passa mig á að kaupa 2 sett af öllu þegar bakstur er annars vegar, setti í aðra Betty og að þessu sinni stillti ég klukkuna. Sonurinn verður því með djöflatertu sem lítur út eins og Jango Fett úr Star Wars og Betty Crocker kex sem er sér bakað fyrir hann. Kosturinn við börnin er, að þau setja ekki fyrir sig útlit og form ef súkkulaði er annars vegar.

kv
     Lone Wolf


....það var og...

"Einhvern tímann verður allt fyrst" var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég stofnaði þessa blogg-síðu. Og í framhaldi af því datt ég í að velta mér upp úr svona frösum og hversu oft fólk notar þá til að réttlæta gjörðir sínar og stjórna þeim. Ekki get ég fyrir nokkuð séð annan tilgang með " oft er flagð undir fögru skinni" nema til að tortryggja fagurt fólk á meðan "ekki er allt sem sýnist" er kannski hugsað til að ofögrum sé gefin meiri séns. Ég meira að segja komst að því, eftir að hafa hugsað til baka um 10 ár eða svo, að sum svona spakmæli passa bara oft ekki saman. T.d. "þögn er ekki sama og samþykki" "ef sá vægir sem vitið hefur meira". Það er til fólk sem trúir því að "góðir hlutir gerist hægt" og bíður í ofvæni eftir að eitthvað gerist. Er þá ekki betra "að láta slag standa" og "henda sér í djúpu laugina" og gera eitthvað í málunum? Mörgum íþróttamanninum finnst kannski ekki "að fall sé farar heill" frekar en "að hengja bakara fyrir smið" sé til þess fallið að fjölga í bakarastéttinni. Mér hefur til dæmis alltaf þótt frekar ósæmilegt þegar að kvæntur maður er spurður að því hvort hann sé enn "að hjakka í sama farinu", eða hvað er málið með "að haltur leiði blindan". Ef ég væri blindur þá vildi frekar hafa haltan mér við hlið en engan. Einhvern tíman var gert mikið grín að því að kjörorð þeirra manna sem "spila með hinu liðinu" væri "látum hart mæta hörðu" og þá má svo sem segja að þeir sem eru í "rétta liðinu" "leggi höfuðið í bleyti" Ég held að þetta sé komið í dag og áður en allt "fer úr böndunum" ætla ég "að byrgja þennan brunn áður en það er of seint";)

Kv.
Lone Wolf


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband